Tuesday, April 8, 2014

Þrjóskan fleytir mér áfram næstu vikurnar

Eftir fitumælingu síðustu viku hef ég verið á algjörum bömmer og þurfti að líta aðeins í eigin barm því það er víst ekki nóg að æfa eins og brjálæðingur, það skiptir líka máli að borða rétta fæðu!
Auðvitað vissi ég þetta alveg og hef vitað í mörg ár en ég hef tekið mig algjörlega í gegn, fékk mér ekki einu sinni nammi um helgina og mun fara varlega í sætindi um páskana, því það er keppni í Þitt Form og frúin fer in it to win it!! En ekki hvað!

Núna bíð ég óþolinmóð eftir að fyrirlestur dagsins detti inn en það er frekar pínlegt þegar upptökurnar koma ekki strax inn þegar maður er búinn að skipuleggja daginn í kringum þær.
Námskeið fyrir vinnuna byrjaði í gær og mun ég vera á því til 1.maí, verkfall háskólakennara er staðreynd ef það verður ekki samið og ég viðurkenni það alveg að það er risaSTÓR kvíðahnútur í maganum vegna þess.

Ég tók síðustu æfingaviku með sannkölluðu trompi ásamt því að endurskoða mataræðið og hér er æfingavikan mín:

Metabolic: 4x
Þitt form: 3x
Foam Flex: 1x
Hot Yoga: 1x
Spinning: 1x

Samtals 10 æfingar.

Hlaupafélagarnir í glampandi sól


Í dag er þriðjudagur og ég er strax búin með 4 æfingar í þessari viku en við Marri skelltum okkur út að hlaupa á meðan sólin var ekki á bakvið skýin og það var ansi ljúft.

Nóg að gera og sannkallað líf og fjör, það er ekki slæmt að búa í Exel skjali þegar svona álagstímar banka uppá hjá manni.

No comments:

Post a Comment