Sunday, November 16, 2014

Þakklæti

Er mér efst í huga akkúrat þessa stundina. Elsku þið sem hafið sent mér fallegar kveðjur, hlý orð og hrósað mér úti á götu, takk kærlega fyrir, ég met þetta meira en þið getið ímyndað ykkur.

Ég hafði greinilega ekki gert mér grein fyrir því hversu þungt þetta lá á mér en ég var búin að burðast með þennan kvíða og ónotaköggul í maganum meira en hálfa ævina, það er gott að létta af sér og koma þessu út í kosmósinn.

Mamma hafi ekki lesið pistilinn og daginn eftir að ég skrifaði hann fór ég í heimsókn til hennar og las hann fyrir hana upphátt-í fyrsta sinn en ég hafði alltaf haft þetta fyrir framan mig á tölvuskjánum eða inn í mér, ekki lesið þetta upphátt sjálf. Hvað gerðist? Ég hágrét, grét eins og fimm ára gamalt barn sem hafði meitt sig og þurfti á mömmuknúsi að halda, þrátt fyrir að vera hágrátandi og nánast með ekka leið mér ekki illa því það var mjög gott að koma þessu frá sér og anda djúpt!

Eftir að ég las grein um ungan dreng í Noregi sem tók sitt eigið líf vegna eineltis ákvað ég að skrifa þennan pistil og birta hann en þegar ég las söguna hans þá grét ég eins og það hefði verið opnað fyrir flóðgáttir. Það á engum að þurfa að líða svona illa eða halda að tilvist sín hér á jörðinni sé einskis nýt.

Enn og aftur takk fyrir mig elskurnar..............


1 comment: