Ég er búin að stunda Metabolic í tæp tvö ár og sú líkamsrækt er algjör snilld, Helgi Jónas nágranninn minn setti saman þetta æfingakerfi sem er að mínu mati ein sú besta hreyfing sem ég hef komist í, tímarnir eru afar fjölbreyttir og sjaldan leiðinlegir, þar er maður einnig að æfa í hóp og að mínu mati er það stór plús.
Ég og hún Gulla mín (eins og ég og Stefán Logi köllum hana) keyptum okkur kort í Sporthúsinu Reykjanesbæ í september og höfum við verið afar duglegar að fara í spinningtímana sem eru í boði þar og förum ósjaldan í 90 mínútna laugardagsspinningtíma sem bjargar helginni, við erum endurnærðar og tilbúnar að takast á við verkefni helgarinnar eftir tímana.
Við Gulla erum mjög áhugasamar um hollt mataræði og getum talað um mat og uppskriftir allan dagnn ef því skiptir og peppum hvor aðra upp ef illa gengur hjá hinni, við eigum stundum okkar slæmu daga en hver á þá ekki?
![]() |
Það var ekki þurr þráður á frúnni eftir Hot Yoga |
Núna ætlum við að kaupa okkur kort í Hot Yoga tíma í Sporthúsinu en við prufuðum að fara í 90 mínútna tíma á Gamlársdag og þvílík snilld sem þessir tímar eru og ég hef ALDREI svitnað jafn mikið á ævi minni eins og í þessum tíma. Mæli hiklaust með þessu.
Ekki má gleyma hlaupafélaganum mínum honum Marra en þrátt fyrir að gera margar heiðarlegar tilraunir til að fella mig (sem honum hefur tekist einu sinni) þegar við erum úti að hlaupa finnst mér voða gott að hafa þennan krúttköggul mér við hlið þegar ég hleyp og honum er alveg sama hvort ég hlaupi 2, 5 eða 10 km hann er voða ánægður með að ég nenni að hlaupa með sig.
![]() |
Þessi gaur hleypur með mér í öllum veðrum og vindum |
Mér leiðast tækjasalir og lóð, finnst skemmtirlegra að æfa með fullt af fólki, kannski er ástæðan sú að ég æfði fótbolta í 15 ár og tilheyrði alltaf hóp þar, það er tími sem ég sakna mikið en ég hafði mjög gaman af fótboltanum.
Ef að þú átt ekki ræktarfélaga þá mæli ég hiklaust með einum slíkum, Gulla mín er klárlega ein sú besta sem til er og hún er frátekin gott fólk!!
Er farin í spinning.............með Gullu minni.
No comments:
Post a Comment