Thursday, January 9, 2014

Stormsveipurinn Rannveig

Suma daga fatta ég sjálfa mig alls ekki, í gærkvöldi náði ég í skrifborð sem ég hreinlega VARÐ að setja saman klukkan hálfellefu í gærkvöldi, hefði annars ekki sofnað. Ákvað samt að láta gamla skrifborðið eiga sig þar sem það yrði nú örugglega einhver hávaði í því að taka það í sundur.

Það kom á daginn í morgun að ég hefði örugglega vakið alla götuna ef ég hefði gert það svona seint því ég þurffti að skrúfa það og sparka já SPARKA létt í það til að ná því í sundur!

Tölvuherbergið er samt sem áður tilbúið og er orðið ansi hyggeligt þó ég segi sjálf frá. Þvottavélin hefur verið á milljón í alla dag, við Gulla fórum í SVAKALEGAN spinning tíma í hádeginu og ég held að ég sé ennþá með blóðbragð í munninum eftir hann!

Var orðin eitthvað pirruð á öllu flugelda draslinu hér fyrir utan og ákvað að skella mér í að hreinsa það "fínerí" kökur, blys, spýtur og meiri skemmtilegheit-einn sjö ára safnari var að missa sig eftir gamlárskvöld, eftir það tók við hreinsun á hálfu tonni af hundaskít eftir Marra og besta vin hans en þeim leiðist ekkert að gera númer tvö á blettinum, þetta er ákaflega gefandi að hreinsa svona stöff, þakka hvuttanum mínum kærlega fyrir að vera með svona úber hraða brennslu.

Ætlaði líka að þrífa bílinn í dag en ákvað að sleppa því sökum veðurs en setti nýjar rúðuþurrkur á kaggann og rúðupiss, er ekki alveg viss hvort að ég geri eitthvað meira í dag en hef ekkert verið í tölvunni í dag sem er hið besta mál þar sem að skólinn byrjar aftur eftir jólafrí á fullum krafti í næstu viku og tölvunotkunin er víst alveg næg í kringum hann. 

P.S tek að mér samsetningar á IKEA húsgögnum þar sem að ég virðist vera orðin sérfræðingur í þeim efnum, ef bæklingurinn týnist þá gúgglum við hann bara!

No comments:

Post a Comment