Tuesday, January 7, 2014

Nætur/morgungrautur Röggu nagla!

Ef það er ein kvenkyns manneskja sem ég er mögulega með smá "crush" á þá er það Ragga Nagli! Af hverju, jú því skvísan sú segir alltaf sannleikann og þolir ekki búllsjitt eða neitt kjaftæði og hvetur fólk til að borða hollan og góðan mat en ekki svelta sig.





Ég fylgist með Röggu á Facebook, blogginu hennar og Instagram (stalker much?) en það var einmitt í dag sem ég sá dásemdar hafragraut sem ég var að klára að elda/búa til sem mun liggja í ísskápnum í nótt og renna ljúft niður þegar drengirnir eru farnir í skólana og gefa mér eldsneyti fyrir daginn.



Ég breytti grautnum reyndar aðeins og setti hafra og Chia fræ í staðinn fyrir Husk og Zucchini. Karamellusósan er tryllingslega góð og ég þurfti að loka krukkunni áður en lengra var haldið til þess að vera ekki með karamellulitaðan nebba í kveld, sósan er einföld, kotasæla, grískt jógúrt og NOW vanilludropar.

Ég heyri hann öskra á mig inn í ísskáp en ætla að reyna að hemja mig þangað til á morgun!

Hér er Ragga á Instagram: http://instagram.com/ragganagli

Hér er Ragga á Facebook: https://www.facebook.com/RaggaNagli

Og hér er bloggið hennar: http://ragganagli.wordpress.com/

No comments:

Post a Comment