Ég fylgist með Röggu á Facebook, blogginu hennar og Instagram (stalker much?) en það var einmitt í dag sem ég sá dásemdar hafragraut sem ég var að klára að elda/búa til sem mun liggja í ísskápnum í nótt og renna ljúft niður þegar drengirnir eru farnir í skólana og gefa mér eldsneyti fyrir daginn.
Ég breytti grautnum reyndar aðeins og setti hafra og Chia fræ í staðinn fyrir Husk og Zucchini. Karamellusósan er tryllingslega góð og ég þurfti að loka krukkunni áður en lengra var haldið til þess að vera ekki með karamellulitaðan nebba í kveld, sósan er einföld, kotasæla, grískt jógúrt og NOW vanilludropar.
Ég heyri hann öskra á mig inn í ísskáp en ætla að reyna að hemja mig þangað til á morgun!
Hér er Ragga á Facebook: https://www.facebook.com/RaggaNagli
Og hér er bloggið hennar: http://ragganagli.wordpress.com/
No comments:
Post a Comment