Ég og mitt heimafólk erum rútínufólk út í fingurgóma.
Það er mikil tilhlökkun á heimilinu að fá rútínuna aftur (hjá mömmunni að minnsta kosti). Drengirnir mínir hafa verið í rútínu nánast frá fæðingu og höfum við gert hlutina í vissri röð nánast frá því þeir fæddust, skóli/leikskóli, heim að leika, matur, bað, lærdómur og í háttinn.
Þetta jólafrí hefur reyndar verið alveg hreint dásamlegt, við fjölskyldan nutum þess í botn að vera saman, fara í jólaboð, borða góðan mat, horfa á góðar bíómyndir, taka smá blund hér og þar og ég held að ég hafi aldrei átt jafn gott og rólegt jólafrí eins og núna.
Síðasti dagurinn í jólafríinu er í dag og eins og myndin gefur til kynna þá er búið að vera á náttfötunum eða einfaldlega bara á brókinni meirihlutann af fríinu.
Svei mér þá ef að hundurinn er ekki farinn að hlakka til að komast í daglegu skólarútínu frúarinnar.......
No comments:
Post a Comment