Saturday, January 11, 2014

French Toast í kvöldmatinn!

Já þið lásuð rétt, nennan í eldamennsku var í sögulegu lágmarki á þessu laugardagskvöldi og mig langaði í eitthvað fljótlegt, jafnvel pínu óhollt (það er nú einu sinni laugardagur) og ákvað því að skella í franska brauðið.



Ekki hafði ég hugmynd um hvernig ætti að matreiða slíkan "rétt" þannig að ég gúgglaði "How to make  french toast" og fékk líka svona skemmtilegt kennslumyndband sem var afar ítarlegt og dásamlegt!


Þetta er brauðið sem ég gerði:

 4 Heimilisbrauð frá Myllunni (ég ristaði þau ekki)
4 egg
3 tsk sykur (eða hrásykur)
NOW vanilludropar eftir smekk
Kanill eftir smekk
Nýmjólk

Eggin eru fyrst hrærð saman, mjólkinni síðan bætt við og loks sykrinum. Vanilludroparnir og kanillinn fara út í í lokin og ég smakkaði þetta aðeins til þangað til að mér fannst þetta orðið delish!

Brauðið smurt með smjöri, dýft í búðinginn og látið blotna vel og vandlega á báðum hliðum- MIKILVÆGT. Pannan þarf alls ekki að vera mikið heit en ég smurði hana með smjöri (án salts). 


Brauðið þarf alls ekki að vera lengi á hvorri hlið, ég mæli með því að fylgjast vel með því. Fyrri skammturinn var pínu dekkri en sá seinni hjá mér þannig að Friðrik fékk seinni brauðin en þetta smakkaðist mjög vel hjá okkur báðum.

Ég setti Agave sýróp yfir brauðin áður en við tróðum (bókstaflega) þeim í okkur en Friðrik Franz sagði að þetta væri eitt það besta sem hann hefði smakkað! 

No comments:

Post a Comment