Sunday, November 2, 2014

Sunnudagur til leti, áts og meiri leti


Suma sunnudaga vakna ég einfaldlega svona eins og hann Benedikt vinur minn, ég hreinlega verð að fá köku! Ætla ekki einu sinni að reyna að skrifa eftirnafnið hans en þessi leikari er magnaður, hólí mólí.

 Dagurinn í dag hefur einmitt verið ansi huggulegur. Byrjaði þó með smá þrifum og tiltek en það tók nú ekki langan tíma. Pakki af Betty leyndist í skápnum hjá mér og út frá því kviknaði hugmynd að bjóða fólki í bröns, já það þarf ekki meira til í höfðinu á mér en einn pakki af súkkulaði Betty til að koma öllu af stað. 


Boðið var upp á Betty, salsadýfu og snakk og amerískar pönnsur með sýrópi og ferskum jarðaberjum, gestirnir fóru rúllandi saddir heim og frúin er ennþá rúlllandi södd og komin í sweatpants!


Lögn var það síðan heillin eftir að litli stuðboltinn sofnaði í sófanum hjá mér og kvöldmaturinn verður í léttari kantinum, jafnvel bara súkkulaðikaka eða eitthvað auðvelt-hey það er bara sunnudagur einu sinni í viku!


Sunnudagar mættu alveg vera oftar en einu sinni í viku mín vegna.........




No comments:

Post a Comment