Ég velti stundum fyrir mér hvort fólk sem notar tækifærið í hvert sinn sem eitthvað mál kemur upp í samfélaginu til að dæma aðra og gjörðir þeirra með því að nota gífuryrði og dómhörku sé fólk sem aldrei gerir mistök og hvort fólkið sem þeim stendur næst hafi aldrei gert mistök?
Það er mikið til í þessu!
Getum við dæmt fólk án þess að þekkja það og tekið mark á því sem aðrir segja án þess að þekkja viðkomandi aðila?
Elsku þú-þið og allir.
Ég vona svo sannarlega að þið munið aldrei misstíga ykkur á lífsleiðinni en passið ykkur, þið vitið aldrei hvað gerist næst, lífið tekur oft óvænta stefnu enda er það ekki hrein og bein lína heldur holóttur vegur sem er stundum erfiður yfirferðar og stundum ekki.
No comments:
Post a Comment