Friday, November 7, 2014

Þegar maður missir tökin á sjálfum sér

Það er akkúrat það sem ég hef gert.........engar hömlur, stanslaust át, óhollustan í fyrirrúmi, sífelldar afsakanir, álag, stress og svo lengi mætti telja.

Ég lofa mér alltaf öllu fögru alla daga alla 365 daga ársins en hvað gerist, akkúrat ekkert. Ég held mér fyr og flamme og í góðu formi í einn til tvo mánuði og svo bara bless bless! Öll rökhugsun hverfur og nautnin að njóta sælgætismola í nokkrar sekúndur eða að fá sér eitthvað unaðslegt bakkelsi, jú og Honey Nut Cheeriosið er á leiðinni á bannlista inn á heimilið.

Hvernig stendur á þessu? Ég passa vel upp á að synirnir séu snyrtilegir, fái að borða, læri heima, mæti á réttum tíma þar sem þeir eiga að vera (jú og ég líka) stundvísi er æðisleg, best í heimi. En að huga að eigin líkama og sál og innri frið er lífsins ómögulegt!

Ég þarf að komast í jóga aftur, byrja að hreyfa mig og taka til í óþekktarpúkanum innan í mér sem er alltaf að segja að það sé allt í lagi að sukka og borða skítamat. Persónulega líður mér alltaf betur þegar ég borða hollan mat og stunda skemmtilega hreyfingu. Það að vakna stíf, stirð og öll bólgin alla morgna er ekki lengur skemmtilegt!


No comments:

Post a Comment