Friday, October 31, 2014

"Ertu ólétt"? "Nei ég borðaði bara svona mikið"!!




Ég dáist að því hversu hreinskilin börn eru, þessi eiginleiki glatast því miður snemma á lífsleiðinni eða kannski ekki því miður miðað við reynsluna mína í dag.



Ég stóð fyrir framan lítinn dreng í morgun og hann potaði í mallakútinn minn og spurði: "Ertu ólétt"? og var sposkur á svip. Frúin vissi ekki hvert hún ætlaði og sagði honum að hún hefði bara borðað svona mikið í morgun enda voru vöfflur, sandkaka, vínarbrauð, súkkulaði og fleira góðgæti á boðstólnum í vinnunni í morgun.



Það er óhætt að segja að sjálfstraustið hafi farið niður í núll í nýju fjólubláu nike element peysunni minni sem sýndi greinilega of mikið af því góða. sem betur fer fór ég ekki í þröngu buxunum sem ég ætlaði að fara í vinnuna í morgun-kannski hefði ég geta verið með óléttubumbu á bossanum!



Ég tel mig vera þokkalega sátta við sjálfa mig en var þó að sporðrenna Domino´s pítsu ásamt kanilgotti í kvöldmatinn, já mér eru engin takmörk sett þegar kemur að því að borða, ætti kannski að fara að hreyfa mig aftur svo ég minnki kannski ekki óléttu bumbuna smá!


Mér líður akkúrat svona núna!



No comments:

Post a Comment