Það virðast allir hafa skoðun á einhverju, hvort sem það er pólitík, vinna, nám, hvort mjólkin sé holl eða óholl fyrir þig og hvort vatn sé raunverulega eins hollt og sagt er......
Það er allt í góðu að hafa skoðanir á hinu og þessu en þó að þú hafir gert hlutina svona og svona allt þitt líf þá er ekki þar með sagt að ég eða Jón Jónsson viljum gera það líka. Við verðum líka að læra að nota gagnrýna hugsun og ekki alltaf trúa því sem okkur er sagt strax eða það er að minnsta kosti eitthvað sem ég hef tileinkað mér.
Mér finnst líka oft vanta gleði og ánægju hjá fólki og sumir virðast einfaldlega ekki geta samglaðst með öðrum, bara no way Jose!! Hvað er það?? Af hverju má ekki vera glaður ef einhverjum öðrum gengur vel, sama á hvaða sviði það er? Ég verð að minnsta kosti afar glöð ef vinum mínum eða fjölskyldu gengur vel á einhverju sviði, þó það sem sá einstaklingur er að gera henti mér ekki er það eitthvað sem hentar honum þá bara don´t worry-be happy!
Það eru eflaust margir sem geta ekki glaðst yfir einu né neinu sem ég er að gera eða mínir nánustu en so be it, við erum bara afar glöð með það sem við erum að gera. Skammdegið er að hellast yfir okkur og skítaveður farið að banka uppá, verður maður ekki bara að taka því með bros á vör og njóta þess að geta kúrt með kertaljós og í kósýsokkum upp í sófa.
Æji njótum bara, við eigum bara þetta eina líf, ég nenni allavega ekki að eyða því í fýlu.....
No comments:
Post a Comment