Monday, April 27, 2015

Rannslan mælir með : HREYFINGU



Ég elska E L S K A að hreyfa mig, ég myndi kalla mig líkamsræktarnörd því ég er festi mig nánast aldrei í því sama, ég hef prufað spinning, body pump, pallatíma, Þitt Form hjá Freyju, Foam Flex, Hot Yoga, Lyft lóðum, hlaup, göngur, fjallgöngur, Metabolic og æfði fótbolta í fjöldamörg ár.

Mér finnst fjölbreytnin æðisleg og ég get ekki beðið eftir að ný aðstaða komi í gömlu sundlaugarbygginguna eftir nokkrar vikur, þá getur maður farið að hlaupa, lyfta og mætt í einhverja skemmtilega tíma sem verða vonandi í boði þar, ég mun að minnsta kosti halda áfram að hoppa og skoppa hjá Söndru, það er alveg á hreinu.

Ég hef meira að segja gengið svo langt að ég á pall, ketilbjöllu, lóð, dýnu og sippuband hér heima svona til að redda mér þegar grasekkjumánuðirnir mæta á svæðið, strákarnir fá alltaf pínu hláturskast þegar mamman blastar tónlistinni í botn og byrjar að hoppa og skoppa á einhverjum palli með tilheyrandi hávaða. 

Það sem mér finnst þó mikilvægast af öllu er að maður hafi gaman af því sem maður er að gera og það á einnig við um hreyfinguna, það er ekkert leiðinlegra en að mæta í tíma eða ætla að gera eitthvað í sínum málum þegar kemur að hreyfingu og finnast það síðan hundleiðinlegt! Ég hef ekki ennþá fundið fyrir því að það sem ég vel mér sé leiðinlegt en ég er algjört kamelljón og finnst gaman að prufa nýja hluti. 

Ég mæli svo sannarlega með því að þú finnir hreyfingu sem er við þitt hæfi, hvort sem það er ganga, hlaup, lyfta lóðum eða eitthvað annað. Ég get ekki beðið eftir því að veðrið batni svo ég komist út að hlaupa með fjórfættu gelgjuna mína.....................jú þá á ég við hundinn!

No comments:

Post a Comment