Sunday, April 19, 2015

Rannslan mælir með: SKIPULAG

Ef það er eitthvað sem ég hef hlotið meistaragráðu í án þess að sækja neitt námskeið né skóla til að hljóta þá er það að vera skipulögð, ég skipulegg allt út í ystu æsar og það kemur sér afar vel þegar maður þarf að koma tveimur litlum gaurum út en þeir eru mishressir á morgnana, suma daga eru þeir kampakátir en aðra gengur aðeins verr að koma þeim af stað fyrir skólana.

Það sem hefur reynst best á þessu heimili er að vera með allt klappað og klárt daginn (kvöldinu) áður, þá meina ég ALLT. Ekkert hálfkák hér takk fyrir túkall!

Föt strákanna klár, skólataska Friðriks, taskan mín og íþróttafötin hans Friðriks.


Ég finn föt fyrir þá kvöldinu áður og tek mið af því hvað þeir eru að fara að gera daginn eftir, Stefán er nánast alltaf í einhverju ofur þægilegu enda fátt verra en að vera í fötum sem hefta mann þegar maður er fjögurra ára skopparabolti sem leikur sér allan daginn.
Á morgun er fótboltaæfing hjá Friðriki Franz og þá fer hann í fótboltabuxum og bol í skólann, sundfötin hans eru líka klár ásamt takkaskónum í töskunni.

Það dugar ekkert minna en stór innkaupapoki fyrir útifötin.


Á mánudegi þarf leikskólataskan að vera tilbúin með öllum útifötunum hans Stefán en á Íslandi er jú ennþá allra veðra von og taskan inniheldur meðal annars kuldagalla, vindbuxur, pollabuxur, hlýja peysu og annað sem þarf til að líða vel og verða ekki kalt í útiveru.

Nestið tilbúið fyrir vinnuna.

Ég nesta mig upp fyrir hvern dag í vinnunni, ég prufaði fjóra daga í súpu og safadögum hjá Höllu í síðustu viku og komst að því að meltingin varð allt allt önnur eftir þá daga, mjólkurvörur eru að fara mjög illa í mig og því hef ég hægt og rólega minnkað þær í mataræðinu. Egg, ávextir og safi verða í nesti á morgun en ég borða hádegismat í skólanum.

Við höfum alltaf sömu rútínuna á hverjum virkum morgni hér á bæ, vakna, borða morgunmat, klæða sig, bursta tennur, útiföt og út í bíl með gengið.

Ég vona að þetta hjálpi einhverjum óskipulögðum að skipuleggja morgnana hjá sér, ég lofa-dagurinn verður bara allt annar!!

No comments:

Post a Comment