Það sem hefur reynst best á þessu heimili er að vera með allt klappað og klárt daginn (kvöldinu) áður, þá meina ég ALLT. Ekkert hálfkák hér takk fyrir túkall!
![]() |
Föt strákanna klár, skólataska Friðriks, taskan mín og íþróttafötin hans Friðriks. |
Ég finn föt fyrir þá kvöldinu áður og tek mið af því hvað þeir eru að fara að gera daginn eftir, Stefán er nánast alltaf í einhverju ofur þægilegu enda fátt verra en að vera í fötum sem hefta mann þegar maður er fjögurra ára skopparabolti sem leikur sér allan daginn.
Á morgun er fótboltaæfing hjá Friðriki Franz og þá fer hann í fótboltabuxum og bol í skólann, sundfötin hans eru líka klár ásamt takkaskónum í töskunni.
![]() |
Það dugar ekkert minna en stór innkaupapoki fyrir útifötin. |
Á mánudegi þarf leikskólataskan að vera tilbúin með öllum útifötunum hans Stefán en á Íslandi er jú ennþá allra veðra von og taskan inniheldur meðal annars kuldagalla, vindbuxur, pollabuxur, hlýja peysu og annað sem þarf til að líða vel og verða ekki kalt í útiveru.
![]() |
Nestið tilbúið fyrir vinnuna. |
Ég nesta mig upp fyrir hvern dag í vinnunni, ég prufaði fjóra daga í súpu og safadögum hjá Höllu í síðustu viku og komst að því að meltingin varð allt allt önnur eftir þá daga, mjólkurvörur eru að fara mjög illa í mig og því hef ég hægt og rólega minnkað þær í mataræðinu. Egg, ávextir og safi verða í nesti á morgun en ég borða hádegismat í skólanum.
Við höfum alltaf sömu rútínuna á hverjum virkum morgni hér á bæ, vakna, borða morgunmat, klæða sig, bursta tennur, útiföt og út í bíl með gengið.
Ég vona að þetta hjálpi einhverjum óskipulögðum að skipuleggja morgnana hjá sér, ég lofa-dagurinn verður bara allt annar!!
No comments:
Post a Comment