Sunday, May 3, 2015

Rannslan mælir með: VARALITIR



Þegar ég var lítil var mamma alltaf með (og er reyndar enn) varalit. Þegar frúin smellti litnum á varirnar þá vissi maður að þá skyldi vippa sér út úr húsi.
Mér finnst alltaf fallegt að sjá konur eða stúlkur með fallega varaliti í öllum regnbogans litum. Sjálf hef ég sóst mikið í það undanfarið að vera með milda bleik/fjólutóna og hefur minna farið fyrir æpandi rauðum litum eða varalitum í þeim tónum.

Já ég er snyrtivörufíkill!
Nú skal þó bæta úr því en ég held svei mér þá að sumarið sé farið að banka á dyrnar, þessi helgi hefur að minnsta kosti verið alveg hreint dásamleg.

Ég á varaliti fyrir öll tilefni, ég á nude litaða, skærbleika, fölbleika, fjólulita, eldrauða, rauðan með bláum tón í (sem hentar vel til að tennurnar séu hvítari, rauðir litir með orange undirtón ýta undir gula litinn í tönnunum), ég á líka svakalega dökka varaliti og svo lengi mætti telja.

Nýjasti meðlimur varalitasafnsins heitir Firefly
Varalitastandurinn minn er að verða pakkaður, obbosí! Nýjasta viðbótin í flóruna er þessi sem ég er með á myndinni og heitir hann Firefly frá Max Factor. Ég var búin að sjá hann áður í einni Reykjavíkurferð og hann fór eki úr huga mínum þannig að ég greip hann í þeirri næstu.

Ég elska möttu varalitina frá NYX

Æji það er bara eitthvað svo gaman að gera sig sætan og fínan, sérstaklega þegar veðrið er gott, þá eru allir stútfullir af D vítamíni eftir þá gulu og pínu rauðir og rjóðir í framan eftir geisla hennar.

Kjóll og varalitur í tilefni dagsins, pabbi gamli varð 63 ára gamall í dag!



No comments:

Post a Comment