Saturday, April 18, 2015

Rannslan mælir með- ANDLITIÐ

Ég er ótrúlega dugleg að prufa ýmislegt þegar kemur að snyrtivörum og ýmsu öðru, ég ákvað því að reyna að vera duglegri að deila því með ykkur elskurnar mínar en mér finnst fátt skemmtilegra en að skoða síður sem mæla með einhverju, reyndar er ég að kaupa mitt stöff sjálf, fæ það ekki gefins þannig að ég get lofað ykkur því að ég er alveg 100% hreinskilin.

Húðin mín í andlitinu er búin að vera í tómu tjóni undanfarnar vikur og ég skrapp því í Lyfju hér í Grindavík til að tékka hvað væri þar í boði. Mig sárvantaði eitthvað til að hreinsa andlitið-daglega, ekki eitthvað sem ég gæti bara notað einu sinni eða tvisvar í viku. Ég mála mig dags daglega fyrir vinnuna, mismikið þó en ég finn það alveg hvað húðin fær að finna fyrir því að vera förðuð á hverjum degi, þó ég sé bara með létt BB krem.



Visibly Clear Pink Grapefruit Daily Scrub frá Neutrogena er málið get ég sagt ykkur, ég þvæ húðina mína með skrúbbnum að minnsta kosti einu sinni á dag, stundum tvisvar en það má samkvæmt umbúðunum og þvílíkur munur! Húðin er ekki 100% laus við bólur en mun betri heldur en hún var.

Fílapenslarnir hafa minnkað mikið og húðin er opnari og öll mun betri viðkomu en hún var áður. Ef þig vantar eitthvað gott fyrir andlitið til að hreinsa það, þá mæli ég hiklaust með þessari vöru!

No comments:

Post a Comment