Dagarnir innihéldu safa, súpur, chia grautar voru tvo daga og til þess að það myndi ekki líða yfir mig með fullri vinnu, tvo grísi og leikfimi þá fékk ég mér 2-3 egg á dag ásamt því að borða banana fyrir æfingar. Ég fékk mér einnig smá sykurlaust og mjög gróft hrökkkex með súpunni.
![]() |
Svona lítur einn dagur út á súpu og safadögum. |
Ég fann aldrei fyrir því að ég væri eitthvað svöng, önug eða neitt annað. Mér leið ótrúlega vel og eftir dagana sá ég það út að ég þoli ekki mjólkurvörur, um leið og ég borða eitthvað sem er mjólkurtengt þá fæ ég nístandi sviða í magann og langar helst að liggja fyrir. Akkúrat núna er ég í slíkum aðstæðum en mig langaði alveg agalega mikið í "eðlu" og hún inniheldur rjómaost og ost, hvað er að frétta? Maður virðist aldrei læra.
Ég hef prufað laktósafríu vörurnar frá Örnu eða "arna" og þær fara vel í mig. Ég hef samt sem áður ekki verið að borða mikið af mjólkurvörum undanfarna mánuði en þó hafa nokkrar læðst með yfir daginn og þá er eins og mallinn verði aftur á sjöunda mánuði meðgöngunnar, allur útbelgdur og leiðinlegur.
Það er frábært að taka svona safadaga eða hreinsunar daga og núllstilla meltinguna, mér fannst þetta að minnsta kosti frábært eftir kjöt, köku og súkkulaðiát páskanna.
Safarnir sem eru í uppáhaldi hjá mér eru rauðrófusafinn og græni safinn með hnetum, döðlum, bönunum og fleira góðgæti, namm ég fæ vatn í munninn! Síðan er Chia grauturinn líka guðdómlegur. Þú finnur hjá Höllu á Facebook, mæli svo sannarlega með henni.
No comments:
Post a Comment