Núna borða ég eins og enginn sé morgundagurinn, fjandans páskaegg, ég er sykurfíkill af verstu gerð, maginn minn er alltaf eins og ég sé kominn nokkra mánuði á leið og ég veit að það er mataræðinu að kenna, ég spái alls ekki nógu mikið í það hvað ég er að setja ofan í mig, finnst svona kúrar og annað bara vesen, eiginlega of flókið.
Ég á það til að "springa" eftir 2-3 vikur þegar ég byrja að rífa mig í gang í sambandi við hollustu og annað, get ekki hætt að borða sætabrauð, sælgæti og lakkrísinn, ég ætla ekki einu sinni að byrja á honum.
Mig vantar eitthvað solid, eitthvað stöff sem virkar fyrir mig, veit bara ekki við hvern ég á að tala eða hvað ég á að gera, ég borða of lítið yfir daginn, hef uppgötvað það á MyFitnesspal og er eiginlega alltaf þreytt og oftar en ekki er nennan í lágmarki, keyri mig áfram á þrjóskunni.
Hvað með ykkur, hafið þið upplifað svona og hvað gerðuð þið til að laga ástandið?
![]() |
Frúin í sínu fínasta pússi fyrir átveislur gærdagsins. |
No comments:
Post a Comment