Wednesday, October 1, 2014

Hægðir og lægðir sykurpúkans

Já þarna náði ég þér-ég vissi það, hægðir? Nei ætla ekkert að ræða þær á persónulegu nótunum hérna takk fyrir pent en forvitnin rak þig greinilega áfram í þetta sinn, þetta rímaði bara svona fallega, er að kenna snillingunum mínum rímorð og er í massa kennslukonugír þessa dagana!

En hvað með það, sykurinn, meistaramánuður, hreyfivika og ég veit ekki hvað og hvað. Allt skellur þetta á manni núna kviss bamm og búmm! Ég fór í ræktina tvisvar í gær og fyrradag og kærkomin hvíld er í dag en það er eins og ég sé að hlaða upp glötuðum kolvetnabirgðum því ég gæti borðað allan daginn út og inn, helst eitthvað gott, ekki hollt eða jú kannski inn á milli en jimin eini má það vera OF hollt-já nei, sætt, sykrað og sjúklega djúsí!

Í gær kom ég heim úr Zumba/styrk tíma og tróð í mig Hrís eftir að pastað rann ljúft niður, daginn áður var það sjúklega sykraður grjónagrautur. Ohhhh æji mataræðið er svo mikilvægt þegar maður ætlar að ná sér aðeins niður eða koma sér í betra form en frúin er löt, þreytt og undir álagi þá er það bara "æji ég" eða "ég á þetta skilið". Þessi hugsanaháttur hefur setið fastur í mér undanfarin misseri eða eiginlega bara síðan í byrjun maí, þá fór ég í vaktarvinnu með svefnrugli og veseni og undanfarin mánuður hefur síðan farið í það að aðlagast nýjum vinnutíma ásamt því að meðtaka grilljón nýjar upplýsingar.

Núna loksins er ég hætt að vera síþreytt (síðan í maí) en þá get ég ekki hysjað upp um mig brækurnar og tekið mataræðið í gegn, ohhhhh það er SVO GOTT að borða, oft, mikið, gott og djúsí, jummmmm!

Mér líður eins og ég sé komin fimm mánuði á leið mallakúturinn er svo þaninn en það er greinilega merki um það að ég er ekki að hugsa nógu vel um mataræðið, þarf að fara að rífa þetta í gang eða hætta hreinlega að hlusta á sykurpúkann inn í mér, vonandi fer þetta allt að koma ég meina það er nú einu sinni meistaramánuður-keyrum þetta í gang! Læt eina skemmtilega mynd af mér og Íþróttaálfinum fylgja þar sem að ég var dregin upp á svið ekki einu sinni heldur tvisvar í morgun.

Ég var meira að segja í bleikum bol sem er jú liturinn hennar Sollu stirðu!

No comments:

Post a Comment