Mikið agalega vona ég að fyrirsagnirnar nái að grípa ykkur, er ég orðin klikkuð eða hvað?
Helginni var eytt í miklum bumbuverkjum í mallakút, uppköst og leiðindi fylgdu líka.
Stundum þarf ég að fara yfir strikið til að skilja hvenær ég á að stoppa, undanfarið hef ég ekki hugsað nógu vel um mataræðið, stopparinn hefur ekki verið virkjaður og höfuðið hefur ekki fylgt með í dæminu þannig að það eru engar hömlur. Súkkulaði, nammi, saltaður snakkaður matur og mjólkurvörur í miklum mæli hafa farið inn fyrir munninn minn án þess að ég sé að hugsa um það sem ég er að borða.
Exemið hefur versnað vegna kulda og mataræðið hefur líka áhrif, sykurinn er að fóðra skrímslið og saltið er að fóðra bjúgskrímslið! Þessu fylgir útblásinn magi og mér fannst dásamlegt að heyra Bubba tala um prump í Heilsugenginu um daginn en hann ákvað ásamt fjölskyldu sinni að taka mataræðið sitt alveg í gegn og hjálpuðust þau öll að. Hann talaði um að það væri glatað að vera að spila einhversstaðar og vera að kafna úr prumpufýlu eftir að einhver fékk sér eitthvað sóðalegt í matinn stútfullt af geri. Já ég tók eftir þessum orðum Bubba því ég er áhugamanneskja um prump, frat og öllu sem því fylgir og finnst það fyndið og skemmtilegt!
Ég held/veit að mataræðið skiptir svo gríðarlega miklu máli og ég vona að höfuðið á mér sé farið að átta sig á því hvaða áhrif mataræðið hefur á mig. Í dag hef ég valið réttan mat, ekkert brauð og ekkert sælgæti og hvernig líður mér? Alveg hreint dásamlega! Já svei mér þá ég vona að ég nái að halda þessu áfram og skelli ég jafnvel nokkrum dásamlegum uppskriftum sem eru hollar á næstunni á þessa síðu........fylgist með-þetta verður eitthvað.........
No comments:
Post a Comment