En aftur að múffunum, ég sat í sófanum í gærkvöldi og var að hugleiða morgunmatinn og langaði ekki í heita eggja og bananastöppu sem ég hef fengið mér undanfarið, ég átti svokallað ljósaperumóment og voila múffurnar voru komnar í ofninn korteri seinna, já eftir 15 mínútur var þetta tilbúið!
Það sem þarf í þessar elskur er:
Einn dásamlegan banana, helst pínu brúnan og sjabbí.
Tvö egg.
Lífræn vanillukorn.
Kanil, lífrænan.
Möndlumjöl.
Kókosmjöl.
Hörfræ.
Aðferð:
Bananinn er stappaður í drasl á disk með gaffli, eggin sett í skál og þeytt hressilega.
Bananinn fær að stökkva út í og vanilla á hnífsoddi líka.
Dass af kanil (eftir smekk).
Ein matskeið hörfræ.
Ein matskeið kókosmjöl.
Tvær kúfullar matskeiðar af möndlumjöli.
Blöndunni er síðan hrært hressilega saman, múffuformum skellt í múffumót, ég nota súpuskeið til að mæla ofan í múffumótin. Ofninn á að vera vel heitur á 200°með blæstri og þetta er síðan bakað í honum í tíu mínútur.
Kæla, bíða smá, biðin endalausa, kræst þetta er svo gott og það BESTA er að þetta er sykurfrítt og hveitifrítt, jafnvel non glútein?? Ekki viss. Ég mæli með að þið prufið þessar elskur, dásamlegar í morgunmat eða bara með kaffinu.
![]() |
What´s cooking?? |
No comments:
Post a Comment