Í þessum töluðu orðum er ég að berjast við sykurpúkann á öxlinni því það er til hvítt Lion Bar súkkulaði inn í eldhúsi, get ég hætt að hugsa um það, nei! Af hverju er það til á heimilinu-ég veit ekki hvað sjálfsstjórn er, að minnsta kosti ekki þessa dagana. Æji ég á það skilið, er búin að vera svo ógeðslega dugleg undanfarið-kræst, ég get talað mig úr öllu og sannfært mig um að ég eigi allt gott skilið eins og förðunarburstana og varalitinn sem ég keypti á afslætti í gær, já ég meina must have fyrir snyrtivörufíkilinn þó svo að ferð til USA sé bráðlega......
Baugar eru orðnir fastir liðir eins og venjulega hjá mér og ég er nánast barasta hætt að taka eftir þeim, held samt að augun fari bráðlega að falla inn í höfuðkúpuna, já þeir eru það djúpir. Orkan er í sögulegu lágmarki og nenningurinn enginn, ég hélt að ég myndi andast í Metabolic á fimmtudaginn því ég var svo þung á mér, hef vaknað ansi marga morgna undanfarið með svakalegan bjúg og giftingahringurinn er farinn að þrengjast vel á baugfingri..............ætli að þetta sé aldurinn??
Whole 30 er eitthvað sem ég hef verið að spá og spegúlera í og ég er að peppa sjálfa mig upp í það að byrja á því mataræði, hreint fæði sem inniheldur engar mjólkurvörur, sykur eða hveiti. Kjaftæði segja einhverjir og ég hef örugglega sagt það einhverntímann á lífsleiðinni með slíkt mataræði en ég finn það sjálf að ég þarf að stokka upp í hlutunum þegar kemur að mataræðinu og girða mig í brók!
Áfengi má ekki fara inn um varirnar á manni á þessum 30 dögum og það ætti nú að vera lítið vandamál þar sem að ég drekk orðið nánast aldrei nema að það sé eitthvað stórkostlegt tilefni til! Exemið mitt versnar og versnar og ég er hætt að vaxa augabrúnirnar því exemið á augnlokunum var orðið svo slæmt og hef ákveðið að safna þeim, jafnvel aflita og lita gráar-já ég er biluð! Ég er spennt að sjá hvort að mataræðið hjálpi exeminu en ég hef heyrt frá mörgum sem hafa tekið það vel í gegn að exemið hverfi alveg.
Lion Bar-ið, já ég er enn að husa um það. Best að drífa sig að borða það áður en ég skipti um skoðun, Whole 30 tilraunir í eldhúsinu taka bráðlega við svo ég fari nú vel sjóuð inn í þrjátíu daga prógramið!
No comments:
Post a Comment