Christina Aguilera gengur nú með sitt annað barn og það birtust nýlega myndir af henni í V magazine á Evuklæðunum einum saman, ég veit ekki með ykkur en mér finnst hún afar sæt með óléttukúluna sína og mér þykja svona óléttumyndir mjög fallegar, samt sem áður hefði ég sjálf ekki lagt í slíka myndatöku enda var ég ekki upp á mitt besta á meðgöngum.
Christina er þó ekki sú fyrsta sem stígur þetta skref en Demi Moore, Jessica Simpson og Britney Spears hafa meðal annars komið fram á forsíðum óléttar og berar.
Kíkið á myndirnar af nokkrum skvísum óléttum og léttklæddum.
No comments:
Post a Comment