Monday, August 4, 2014

Hvert fór sumarið? OG hvert fór formið????

Ó þetta elsku sumar! Samkvæmt almannakinu er sumar en veðrið hér fyrir sunnan hefur ekki verið á sama máli en vinir mínir fyrir austan og norðan hafa svo sannarlega fengið að njóta veðurblíðunnar í botn, sem er yndislegt fyrir þá sem búa þar eða eru að ferðast þangað.

Sumarið mitt hefur einkennst af vinnu, svefni og áti. Mér finnst ég hafa lítið annað gert en þetta þrennt, líkamsformið er farið út í rassgat þar sem að ég man ekki hvenær ég hreyfði mig síðast og óhollustan hefur átt hug minn allan og þá sérstaklega sælgætið, ég bara get ekki stoppað og verð að fá þessa "quick fix" orku frá sælgætinu og þá helst á hverjum einasta degi-að fara í gegnum sykurlausan dag gæti nú orðið mitt síðasta.

Ég var í mínu besta formi í langan tíma í maí þegar ég byrjaði í vinnunni og hef einhvern veginn slappast niður smátt og smátt í allt sumar, allir vöðvar farnir og allt orðið slappt og sjabbí en í þessum töluðu orðum sötra ég á hvítvíni eftir langa vinnuhelgi. Ég ætlaði að hlaupa 10 km í Reykjavíkurmaraþoninu í sumar en er hætt við þar sem að ég hef engan tíma til að hlaupa (eða gef mér ekki tíma) og sama dag verð ég líka þrítug-það þarf nú einhver að undirbúa þetta blessaða partý!

Í næstu viku byrjar undirbúningur fyrir kennslu+vinna upp á velli, það verður stemmari í tæpar þrjár vikur svei mér þá, aminó og kaffi munu koma sér afar vel þá daga get ég sagt ykkur. Ég ætla að byrja aftur í Metabolic í vetur og mikið agalega hlakka ég mikið til þess að komast aftur í morguntímana og mæta fersk í daginn!

Hef ákveðið að hætta að drekka gos aftur en ég hætti í þjú ár og byrjaði síðan aftur að sötra það, af hverju veit ég ekki og núna fer maður að borða hollari mat og einbeita sér að því að minnka sykurátið, borða oftar og minni skammta í einu, ekki gúffa í sig máltíð fyrir tvo í hverjum kvöldmatstíma!

Og baðherbergið, ó blessað baðherbergið........málningarpenslarnir bíða mín í fyrramálið, ég bíð spennt!

No comments:

Post a Comment