Thursday, August 7, 2014

Leitin af eilífðri æsku í Hollywood, Bótox og afneitun!

Margar af skærustu stjörnum Hollywoodborgar hafa svo sannarlega farið undir hnífinn og viðurkennt það á meðan aðrar þverneita fyrir það að láta sprauta sig með Bótoxi eða öðrum töfraefnum. Þónokkrar stjörnur virðast hafa fundið hina eilífu æsku, hvort sem það sé lýtaaðgerðum að þakka eða heilbrigðum lífstíl skal látið ósagt en það verður þó alveg að viðurkennast að margar stjörnur virðast yngri í dag en fyrir um tuttugu árum síðan!

Það er alltaf gaman að skoða gamlar myndir, hvort sem það er af sjálfum sér eða fræga fólkinu því a breytingarnar á milli ára eru stórkostlegar, ég meina ég var eins og gaur rétt eftir fermingu, geri aðrir betur!


Jerry Hall er komin með töluvert hærri kinnbein í dag en neitar því að hafa farið í lýtaaðgerð

Winona Ryder er svo sannarlega hissa á seinni myndinni

Julia Roberts er ansi breytt á milli ára

Jennifer Lopez lítur út fyrir að vera yngri í dag en fyrir um tuttugu árum síðan, hver man ekki eftir henni í hlutverki söngkonunnar Selenu?

Kim Basinger er orðin svo frosin í framan að hún getur ekki brosað lengur

Kate Winslet er slétt og fín í dag

Joan Rivers er án efa drottning lýtaaðgerðanna og viðurkennir það fúslega að hafa farið þónokkru sinnum undir hnífinn

No comments:

Post a Comment