Friday, August 29, 2014

Tímamót

Já það voru svo sannarlega tímamót í mínu lífi um síðustu helgi en þá fagnaði ég þriðja tugnum og sætti mig loksins við það að vera orðin ÞRÍTUG! Til að fagna þessum áfanga lífsins hélt ég partý með fjölskyldu og vinum sem heppnaðist líka svona líka vel og þakka ég öllum þeim sem samglöddust með mér kærlega fyrir komuna og fyrir mig en dagurinn var dásamlegur í alla staði og vona ég að allir hafi skemmt sér vel ásamt því að fara heim með fullan maga.

Önnur tímamót urðu líka á síðustu vikum en þá byrjaði ég sem kennari í Hópsskóla og er fyrstu vikunni núna formlega lokið, frúin er umsjónarkennari í fyrsta bekk og eru krakkarnir í mínum bekk dásamlegir snillingar og ég hlakka gríðarlega mikið til vetrarins.

Það er stórskrýtið að vera komin í 8-4 vinnu í staðinn fyrir að vera bara heima í sápukúlunni sinni og að sinna skólanum, það er samt skemmtilega skrýtið þar sem að ég get verið ansi ferköntuð og finnst fátt betra en að búa í exel skjali. Sápukúlan er þó enn aðeins til staðar þar sem að ég mun vera í einu fagi í vetur ásamt því að leggja höfuðið í bleytu fyrir lokaritgerðina.

Nú þegar rútínan er komin á fullt skrið þá er ekki seinna vænna en að koma líkamsræktarrútínunni í gang aftur en ég hef aldrei sinnt heilsunni jafn lítið og núna í sumar, ég man ekki einu sinni eftir því hvenær ég hreyfði mig síðast, jiminn eini!

Baðherbergið er nánast klárt hjá okkur og ég ætla að sýna ykkur myndir af því þegar nennið kikkar inn, sófinn hefur nefnilega verið minn besti vinur undanfarið og Gummi er farinn að gera grín af því hversu oft ég hef sofnað á sófanum síðastliðna viku.

Þrítugspía, það var fagnað og skálað þann 23.ágúst!

Dressið fyrir JT tónleikana, þvílík upplifun!

Feðgarnir gáfu mér golfsett í afmælisgjöf, ég mun vera á golfvellinum allt næsta sumar!

No comments:

Post a Comment