Öllum áföngum í skólanum var náð og frúin getur andað léttar og farið í skólafríið með engan hnút í mallakút, 12 einingar eftir og spennan magnast við að fá BA skírteinið afhent!
Ég var sjúklega dugleg í gymminu þegar ég var að læra undir prófiN, hef aldrei verið þannig áður og er ég nokkuð viss um að það hjálpaði til að halda geðheilsunni en á meðan ég var að læra undir lokaprófin var ég mamma, eiginkona, Suzy housekeeper, ræktarrotta og á vinnunámskeiði.
Það eina sem ég vildi gera eftir að prófunum lauk og vinnan byrjaði var að sofa, sofa og sofa í frítímanum, orkan var núll og nix og er að koma hægt og rólega aftur til baka núna (mánuði seinna) eiginmaðurinn skildi ekkert í þessari hegðun minni og fannst ég ekkert gríðarlega skemmtileg.
Það er ekkert grín að vakna klukkan 03:50 til að mæta í vinnuna og koma síðan ekki heim fyrr en um 18:00, ræktin og hreyfingin hefur svo sannarlega setið á hakanum en núna er ég komin með nýtt prógram frá snillingnum sjálfum henni Freyju og það er svo sannarlega kominn tími til að prufa það ásamt nýja púlsmælinum mínum sem ég fékk á sprengitilboði hjá Fitness Sport.
Hér að neðan skelli ég síðan inn smá "motivation" myndum (spark í bossann myndir) og ætla að taka göngu upp á Þorbjarnarfell með Marranum í dag sem hefur verið mikið einn heima eftir að frúin byrjaði að vinna.
Njótið dagsins molar!
No comments:
Post a Comment