Bara það eitt að ég skuli sitja fyrir framan þessa tölvu klukkan að ganga níu að kveldi til þrátt fyrir að þurfa að vakna kl 03:50 í nótt er kraftaverk! Eiginmaðurinn er líka farinn að kvarta yfir þessum svefngjörning mínum alltaf hreint, ég er bókstaflega ALLTAF sofandi eða að borða-hvað er það?? Ég sem ætlaði að vera svona líka fín og flott á dörrtý thörrtý ammælinu, mér sýnist það ganga hægt, fötin þrengjast bara og mallakúturinn tútnar út!
Ástandið er orðið það slæmt að ég er búin að rífa vinnukjólinn minn ekki einu sinni heldur TVISVAR sinnum og hvar? Jú á bossanum! Mamma og tengdamamma eru reyndar sannfærðar um það að ég sé bara svona mikil brussa og fari ekki nógu dömulega inn í bílinn en ég er handviss um að þetta sé bara stækkandi afturendi sökum ofáts!
Líkaminn hrópar á kolvetni og orku þegar ég er í vinnunni og þegar ég kem heim er betra að það sé ekkert óhollt til því þá hverfur það á örskotstundu, hvert? jú beint í galopið geðið á mér og niður í maga, líkamsrækt, hvað er það?, kannast lítið við það að hafa hreyft mig undanfarið þar sem að svefn, át og sófakúr hefur tekið völdin, þið getið rétt ímyndað ykkur hversu skemmtilegur félagsskapur ég er, eiginmaðurinn hefur bætt aðeins í golfiðkunina undanfarið og ég er sannfærð um að það sé bara vegna þess að ég er alltaf sofandi, karlgreyið.......
Yngri sonurinn á án efa eftir að verða efnilegt tölvunörd þar sem að hann kann örugglega betur á Ipadinn en ég, við erum reyndar komin með tímaklukku á hann en ef mamman þarf að liggja smástund lengur þá er Ipadinn kominn í bólið og Stebbinn með, dæs........sá eldri er alltaf úti að leika og með vinum sínum enda alger partýpinni eins og mamman og finnst fátt skemmtilegra en að vera í góðra vina hóp eða í kringum fullt af fólki en hann sefur reyndar lengur en sá yngri-ekki slæmt það.
Ég verð án efa nær dauða en lífi síðustu tvær vikurnar í ágúst þar sem að ég verð í tveimur vinnum, klára sumarvinnuna upp á velli og byrja undirbúning fyrir kennsluna en ég mun vera umsjónarkennari í fyrsta bekk skólaárið 2014-2015-spennandi tímar framundan!
Instagramið hjá mér er troðið af selfies þessa dagana en fleiri fjölskyldumeðlimir fá einnig að fljóta með, ég heiti rannveigjonina á insta-endilega fylgið kellu, hér að neðan eru nokkrar myndir frá síðustu dögum.
![]() |
Myndarlegi maðurinn minn, ég plataði hann í eina selfie eftir fjallgöngu, þið sjáið gleðisvipinn á honum er þaggi? |
![]() |
Vinnupartý, daman komin í sparigallann og með hvítt í hönd |
![]() |
Marra leist ekkert á veðrið um daginn, vældi bara og vogaði sér ekki út í rigninguna! |
![]() |
Mætt í fjöruna í Sandgerði, æskuleikstöðvar mömmu, varðeldur og enn og aftur hvítt í hönd, þá sjaldan sem maður lyftir sér upp! |
No comments:
Post a Comment