Ég er naglalakkafíkill og er með stóra skál fulla af lökkum, það er fátt fallegra en vel snyrtar og fallega lakkaðar neglur, eru mínar þannig núna-næstum því (bara næstum því).
Þolinmæði við naglalökkun er ekki mín sterkasta hlið, ég er eldsnögg að lakka mig en að bíða eftir að lakkið þorni það er nú allt önnur saga, kræst, ég er alltaf að reka mig utan í eitthvað og klessa lakkið til!
Það á einnig við núna, þumallinn á vinstri hönd hefur alveg verið betur lakkaður. En þá að lökkunum (í fleirtölu því eitt dugir ekki í stílíseringuna). Lökkin eru mjög falleg ein og sér en saman eru þau perfektó blanda. Lökkin koma frá O.P.I sem er mitt allra mesta uppáhald í naglalakkamerkjum, verst hvað þau eru fjandi dýr hér á klakanum.
![]() |
Alpine Snow |
Mig vantaði svo eitthvað yfirlakk, bara svona glært með lit og Sheer Tints er einmitt þannig fá O.P.I, það er nokkurs konar Top Coat sem þornar fljótt og er með fallega áferð, ég hef verið með það eitt og sér undanfarið og það hefur komið vel út en ég mundi allt í einu eftir því um daginn að það leyndist hvítt lakk í skálinni góðu og því ákvað ég að prufa þetta dúó í kósýveðrinu (eftir blund dagsins).
![]() |
Be Magentale Wit Me |
Lökkin heita Alpine Snow (hvíta) og Be Magentale With Me (Top Coat). Ég byrjaði á því að hreinsa neglurnar vel, setti síðan tvær umferðir af hvíta lakkinu og 2 umferðir af Top Coat lakkinu, vó 4 umferðir í það heila en so what-þetta lúkkar vel!
Tilvalið sumarlúkk á neglurnar sem ég mæli með, ég mæli líka með þolinmæði þegar þetta er framkvæmt, ég er að pikka með blautar neglurnar og það er ekki alveg að gera sig!
No comments:
Post a Comment