Þessi setning frá Katrínu Maríu á Kalon.is er setning sem hefur setið fast í huga mínum eftir að ég las hana. Hún gerðist svo huguð (já lesist huguð) að festa kaup á húsnæði ásamt manninum sínum og lítilli Míu skottu sem er algjört krútt í litlu sjávarþorpi úti á landi og margir töldu hana vera orðin eitthvað galin!
Hvers vegna galin, jú því hún keypti sér hús þar sem að hún er lengst í burtu frá mörgu, missir jafnvel af ýmsu og svo framvegis en hún segir það sjálf að þetta er það sem hana langar að gera í augnablikinu.
Af hverju finnst fólki samt það vera sitt hlutverk að vera einhver sem segir manni til verka þegar kemur að því að gera eitthvað, til dæmis hvar maður býr? Ég tel mig til að mynda búa í úthverfi höfuðborgarinnar og það tekur mig enga stund að bruna í bæinn því eins og Katrín segir þá er ég ekki tré og ég get fært mig úr stað og farið þangað sem ég vil, þegar ég vil það.
Hér er ég hamingjusöm akkúrat núna og synir mínir búa við það frelsi að geta farið út að leika sér áhyggjulausir og glaðir með lífið. Hér má lesa færslu Katrínar.
No comments:
Post a Comment