Friday, May 8, 2015

Rannslan og naglalakkablætið hennar!

Obbosí, ég á við vandamál að stríða og það vandamál snýr að þessu sinni að snyrtivörum, kræst ég veit ekki hvar þetta endar, ég á aragrúa af allskonar fallegum naglalökkum og mér finnst ég vera hálf nakin eða eiginlega bara allsber þegar ég er ekki með naglalakk á puttunum mínum, ó það er magnað hvað eitt lakk getur sett punktinn yfir i-ið.

Lökkin frá vinstri: Fyrstu tvö lökkin eru ný, maximillian strasse her og bikini so teeny. Hin þrjú eru keypt í USA og heita     e-nut-f is e-nuf, smokin´hot og penny talk.

Hoppaði ég og skoppaði þegar Essie tilkynnti komu sína til landsins, bíddu, leyfðu mér að hugsa......JÁ! Hvað gerði Rannslan þegar hún fór í fyrstu höfuðborgarferðina eftir að lökkin komu til landsins? Jú fór á hnén og skoðaði rekkann eins og hann væri úr skíragulli.

Tvö lökk komu með úr þeirri ferð heillin (Æji Gummi ekki skoða þetta, plís)!! Þau lökk eru æði og ég er með annað lakkið á nöglunum mínum akkúrat núna og ég get bara ekki hætt að stara á því því ég er svo skotin í því en það er rík ástæða fyrir því að þetta lakk er eitt það vinsælasta frá merkinu.



Lakkið heitir bikini so teeny og það er nú ekki verra að það er í stíl við spangirnar á brillunum mínum, þessum guðdómlegu Dior brillum!

En að hinum lökkunum líka, hin þrjú lökkin hef ég gripið með mér þegar ég hef farið til USA en þau eru líka í miklu uppáhaldi hjá mér. Ég held að sumarið í ár verði ESSIE lakk sumar og ég er handviss um það að ég á eftir að kaupa mér fleiri lökk í næstu ferð til höfuðborgarinnar.............


No comments:

Post a Comment