Ég er snyrtivörufrík! Eiginlega hættulega mikið frík, kannski er það ágætt að ég eigi bara tvo stráka þar sem að ég er ansi hrædd um að ég gæti nuddað þessari "fíkn" minni á litla stelpu, já þessir tveir molar duga en Stebba stuð fannst nú alls ekki slæmt að fá naglalakk og kyssa mömmu sín til að fá varalit, ó þessi elska!
Þegar maður á svona hrikalega mikið af snyrtivörum þá er lífsnauðsynlegt að skipuleggja þær vel, eða með öðrum orðum setja þær í fallegar hirslur og flokka, já FLOKKA ég er meyja, slæm meyja sem er með OCD á háu stigi og vil helst lifa í exel skjali.
Ég er lengi búin að leita af réttu hirslunni, kössunum eða einhverju til að setja snyrtivörurnar mínar í og þegar ég og mamma kíktum í Söstrene Grene í síðustu viku fann ég alveg hrikalega fallega kassa sem voru alls ekki dýrir. Það var splæst í fjögur stykki í þremur mismunandi stærðum og brunað heim til að komast í skipulagsgírinn.
Eins og þið sjáið á myndunum þá er ég örugglega með fallegustu baðherbergisflísarnar á landinu en ég bíð spennt eftir því að geta tekið baðherbergið mitt í gegn og fá almennilegt skápapláss fyrir snyrtivörurnar mínar en ástæðan fyrir kössunum er einfaldlega plássleysi og ég vil hafa snyrtivörurnar mínar inn á baðherbergi þar sem að ég get gripið í þær og notað stóra spegilinn minn til að farða mig.
Förðunarburstarnir eru orðnir mínir, smá lokapróf/verkefnaskila/jólagjöf handa sjálfri mér (jiminn eini), mun fjalla um þá seinna en þetta eru BESTU burstar sem ég hef nokkurn tímann prufað að farða mig með!
Kertastjakinn sem þeir eru í voru gjöf frá Stellu tengdamömmu, krukkan undir eyrnapinnana er frá mömmu og augnskuggapallettan var keypt í Target fyrir slikk.
Kannski að ég leyfi ykkur að gæjast í kassana hér á blogginu við tækifæri, varalitirnir eru svo margir í kössunum að þið eigið eftir að fá flog! En er farin að skrifa á jólakortin, bless í bili.
No comments:
Post a Comment